Dalvíkurbyggð með bás á Sjávarútvegssýningunni

Dalvíkurbyggð með bás á Sjávarútvegssýningunni

Dalvíkurbyggð var með bás á Sjávarútvegssýningunni sem fór fram í Fífunni í Kópavogi 2. til 4. október. Básinn var á móti og við hlið Promens. Dalvíkurbyggð var að kynna hafnarstarfssemi en einnig voru munir frá Byggðasafninu Hvoli. Básinn fékk mjög jákvæða athygli og var samkomustaður íbúa og ættaðra frá Dalvíkurbyggð sem settust niður og slökuðu á við stóra mynd af Dalvíkurhöfn.