Dalvíkurbyggð keppir í Útsvarinu um næstu helgi

Í áttunda þætti spurningaþáttarins Útsvars í Ríkissjónvarpinu laugardaginn 7. nóvember, mætast lið Dalvíkurbyggðar og Garðabæjar.
Bæði lið hafa skipt út einum liðsmanni frá síðasta vetri. Klemenz Bjarki Gunnarsson mætir nýr til leiks fyrir hönd Dalvíkurbyggðar (í stað Hjálmars Hjálmarssonar) með þeim Elínu B. Unnarsdóttur og Magna Óskarssyni og Elías Karl Guðmundsson (var í sigurliði MR í Gettu betur sl. vetur) kemur með Vilhjálmi Bjarnasyni og Ólöfu Ýrr Atladóttur sem bæði voru í liði Garðabæjar í fyrra.

Ljóst er að erfitt verkefni bíður okkar manna. Garðabær komst í undanúrslit á síðasta ári, en tapaði fyrir Reykjavík, en Dalvíkurbyggð tapaði fyrir Skagfirðingum í 1. umferð á sl. ári.

Við óskum útsvarsliðinu okkar góðs gengis.