Dalvíkurbyggð keppir í Útsvarinu

Næstkomandi föstudag, 30 september, keppir Dalvíkurbyggð í fyrstu umferð Útsvarsins, spurningakeppni sveitarfélaganna hjá Ríkisútvarpinu. Að þessu sinni er það lið Akurnesinga sem mætir okkar fólki. Lið Dalvíkurbyggðar er sem fyrr skipað þeim Magna Óskarssyni, Elínu Ósk Unnarsdóttur og Klemenzi Bjarka Gunnarssyni.

Við óskum þeim góðs gengis.