Dalvíkurbyggð í 7. sæti

Úttektin „Hvað er spunnið í opinbera vefi“ var gerð í fjórða skiptið á árinu 2011 en alls voru skoðaðir 267 vefir ráðuneyta, ríkisstofnana og sveitarfélaga. Metið var samkvæmt gátlista hve vel vefirnir uppfylltu kröfur um innihald, nytsemi, aðgengi og þjónustu. Framkvæmd úttektar var með sama sniði og áður en efnisatriði hvers þáttar voru endurskoðuð í samræmi við breyttar kröfur og tækni. Höfðu opinberir vefir bætt sig í öllum þáttum frá síðustu úttekt nema þjónustu en skýrist það af breyttri matsaðferð. Ef litið er til óbreyttrar matsaðferðar er þjónusta óbreytt milli úttekta. Almennt er hægt að segja að opinberir vefir séu farnir að bæta sig að nýju og hækka miðað við fyrri kannanir. www.ut.is

Dalvíkurbyggð var í 7. sæti af vefjum sveitarfélaga með 70 stig en aðeins Akureyri var með fleiri stig sveitarfélaga á Norðurlandi alls 72 stig. Stigahæsti sveitarfélagsvefurinn var Reykjavíkurborg með 88 stig.

Fyrir þá sem vilja kynna sér niðurstöðu skýrslunnar nánar geta skoðaða www.ut.is