Dalvíkurbyggð hlýtur skilti að gjöf

Garðyrkjustjóri Dalvíkurbyggðar afhenti sveitarfélaginu Dalvíkurbyggð skilti í gær við Brúarhvammsreit en það voru þeir bræður Hannes og Georg Vigfússynir sem gáfu skiltið sem og þrjá bekki sem eru í reitnum.

Skiltið segir sögu Skógræktarfélags Árskógsstrandarhrepps og Brúarhvammsreit en Kristján Vigfússon bróðir Hannesar og Georgs var einn af upphafsmönnum félagsins og þeirra sem hófu plöntun trjáa í reitinn.

Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Svanfríður Jónasdóttir afhjúpaði skiltið og fóru þau Sveinn Jónsson frá Kálfsskinni og Sigurlaug Gunnlaugsdóttir frá Krossum með ræður en jafnframt las Sigurlaug ljóð eftir Kristján Vigfússon við athöfnina. Myndir frá athöfninni má finna hér.