Dalvíkurbyggð hefur formlega verkefnið ,,Heilsueflandi samfélag"

Dalvíkurbyggð hefur formlega verkefnið „Heilsueflandi samfélag“ í samstarfi við Embætti landlæknis.

Formleg athöfn mun fara fram fimmtudaginn 23. október kl. 14:00 í íþróttamiðstöðinni þar sem sveitarstjóri og Landlæknir munu skrifa undir samstarfssamning þess efnis að Dalvíkurbyggð ætli að verða Heilsueflandi samfélag.

Fyrir hvað stendur „Heilsueflandi samfélag“ ?

Verkefnið felst í því að vinna með fjóra megin þætti:

• hreyfingu
• næringu
• líðan
• lífsgæði

Á hverju ári verður lögð áhersla á eitt af þessum atriðum, þó með hin atriðin ofarlega í huga. Fyrsta árið verður áherslan á hreyfingu.


Það er okkur öllum til hagsbóta að huga að heilsunni. Heilsan er helsti áhrifaþáttur á lífsgæði okkar allra og margir hafa reynt að góð heilsa er ekki sjálfgefin. Að búa í heilsueflandi samfélagi er verkefni okkar allra, verkefni sem gefur okkur tækifæri til að huga betur að okkar eigin heilsu. Hjálpumst að, styðjum hvort annað og sýnum frumkvæði! Tökum nýtt skref, eilítið stærra en skrefið í gær. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Oft skipta litlu skrefin sem við tökum svo miklu máli og er þá gott að eiga stuðninginn vísan.

Í tilefni af undirritun samstarfssamnings og að fyrsta árið verður tileinkað hreyfingu, verður íbúum boðið upp á heilsuviku frá 20. - 25. október í íþróttamiðstöðinni. Í boði er að fara frítt í sund og rækt. Allir tímar sem hafa verið í boði í líkamsræktinni í vetur verða opnir öllum, alla vikuna. Leiðbeint verður í sundi og líkamsrækt.


Nú ætlum við að vinna saman að því að bæta og viðhalda heilsu okkar!

 

Dagskrá við undirskrift samstarfssamnings 23. október kl. 14 í íþróttamiðstöðinni

• Fimleikabörn í Dalvíkurbyggð sýna fimleikaæfingar
• Samningur undirritaður
• Fjölbreytt hreyfing í boði fyrir gesti í íþróttahúsinu
• Frítt í sund og rækt
• Glens og gleði á sundlaugarbakkanum
• Heilsusamlegar veitingar í boði fyrir alla
• Og margt fleira…