Dalvíkurbyggð fær úthlutað byggðakvóta

Þann 7. júní sl. auglýsti sjávarútvegsráðuneytið eftir umsóknum frá sveitastjórnum vegna byggðakvóta og var umsóknarfresturinn til 7. júlí. Alls sóttur 37 sveitastjórnir um byggðakvóta og var Dalvíkurbyggð meðal þeirra. Á grundvelli reglna um úthlutun byggðakvóta er niðurstaðan sú að 32 sveitarfélög eiga kost á byggðakvóta vegna 41 byggðalags og fær Dalvíkurbyggð úthlutað 112 þorskígildislestum sem skiptast á milli Dalvíkur, Hauganess og Árskógssands. Er skiptingin sem hér segir:

Dalvík 56
Hauganes 5
Árskógssandur 51
Dalvíkurbyggð samtals: 112

Dalvíkurbyggð fékk einnig úthlutað byggðakvóta fyrir síðastliðið fiskveiðiár, 60 þorskígildislestum sem skiptust á milli Hauganess og Árskógssands, og er aukningin því umtalsverð eða 62 þorskígildislestir og er það gleðiefni fyrir sveitarfélagið.

Í reglugerð um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006 kemur fram að ráðherra ráðstafar allt að 4.010 þorskígildislestum til stuðnings byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi eða skerðingar á heildaraflaheimildum. Í reglugerðinni er kveðið á um hvaða viðmið skuli ráða skiptingu byggðakvótans milli einstakra byggðarlaga og eru þær reglur í grundvallaratriðum óbreyttar frá yfirstandandi fiskveiðiári.

Hægt er að finna nánari upplýsingar um úthlutun byggðakvóta á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins