Dalvíkurbyggð fær afhentan bikar

Bræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Áskelssynir komu færandi hendi á skrifstofu bæjarstjóra í dag en Nökkvi Þeyr vann firmakeppni frjálsíþróttadeildar UMFS í haust. Nökkvi keppti þar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og vann keppnina en um 50 fyrirtæki tóku þátt í firmakeppninni. Nökkvi færði Svanfríði Ingu tvo bikara, annan farandbikar og hinn til eignar sem hann fékk fyrir þátttöku sína og sigur í keppninni og á meðfylgjandi mynd má sjá Svanfríði og Nökkva við afhendinguna í dag. Nökkvi fékk einnig fullan poka af ýmis konar ís í verðlaun frá Emmess. Dalvíkurbyggð óskar Nökkva innilega til hamingju með árangurinn.