Dalvíkurbyggð auglýsir tvær spennandi stöður á framkvæmdasviði

Dalvíkurbyggð auglýsir tvær spennandi stöður á framkvæmdasviði

Vilt þú taka þátt í uppbyggingu á Framkvæmdasviði hjá Dalvíkurbyggð með öflugu samstarfsfólki?

DEILDARSTJÓRI EIGNA- OG FRAMKVÆMDADEILDAR

Leitað er að öflugum aðila í starf deildarstjóra sem felst í rekstri og yfirumsjón með verkefnum deildarinnar en undir hana falla Eignasjóður, Félagslegar íbúðir og Vinnuskóli.

Næsti yfirmaður deildarstjóra er sviðsstjóri Framkvæmdasviðs.

Helstu verkefni:

  • Skipulag og stjórnun á daglegri starfssemi deildarinnar.
  • Stjórnun og rekstur deildarinnar, fjármál, starfsmannamál og verkferlar.
  • Ábyrgð á skipulagi þjónustu deildarinnar við íbúa og stofnanir.
  • Ábyrgð á að opnum svæðum og eignum sveitarfélagsins sé viðhaldið.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, háskólapróf sem nýtist í starfi er kostur.
  • Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum.
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun æskileg.
  • Gott vald á íslenskri tungu í ræðu og riti.
  • Góð þekking á upplýsingatækni og helstu forritum. Þekking á Navision kostur.
  • Ökuréttindi.
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni.
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Rík þjónustulund og jákvæðni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfni og nákvæmni.
  • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Um fullt starf er að ræða.

Nánari upplýsingar um starf deildarstjóra veitir Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is

_________________________________________________________________________________

Starfsmaður EIGNA- OG FRAMKVÆMDADEILDAR

Leitað er að öflugum starfsmanni á Eigna- og framkvæmdadeild. Um er að ræða almennt starf hjá deildinni sem heyrir undir Framkvæmdasvið sveitarfélagsins. Starfsmaðurinn fer ekki með mannaforráð og næsti yfirmaður er deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.

Helstu verkefni:

Starfið felst í framkvæmd verkefna sem eru m.a. að annast svæði og eignir sveitarfélagsins, umhirðu og almennt viðhald. Undir deildina falla Eignasjóður, Félagslegar íbúðir og Vinnuskóli. Starfsmaðurinn fer ekki með mannaforráð og næsti yfirmaður er deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi æskileg s.s. iðnmenntun.
  • Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum.
  • Gott vald á íslenskri tungu í ræðu og riti.
  • Ökuréttindi.
  • Vinnuvélaréttindi kostur.
  • Rík þjónustulund, jákvæðni og góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfni og nákvæmni.
  • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.

Nánari upplýsingar um starf starfsmanns veitir Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar; bjarnidan@dalvikurbyggd.is

Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar er hluti af Framkvæmdasviði sveitarfélagsins. Deildin gegnir veigamiklu hlutverki í sveitarfélaginu í þjónustu við íbúana og stofnanir sveitarfélagsins. Eigna- og framkvæmdadeild starfar með öðrum starfsmönnum Framkvæmdasviðs við að ná markmiðum sviðsins og sveitarfélagsins sem best.

Umsóknarfrestur er til og með 8. desember 2021.

Sækja skal um á https://mognum.is 

Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Umsóknum skal fylgja greinargóð náms- og starfsferilsskrá auk staðfest afrit af prófskírteinum. Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.