Dalvíkurbyggð auglýsir störf í vinnuskóla fyrir 17 ára ungmenni

Dalvíkurbyggð auglýsir störf í vinnuskóla fyrir 17 ára ungmenni

Ungmenni fædd árið 2003 geta nú sótt um í vinnuskóla Dalvíkurbyggðar. Þessi störf eru tilkomin vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu og liður í aðgerðum Dalvíkurbyggðar vegna Covid-19. Ungmennin munu starfa undir flokksstjórum vinnuskóla eins og aðrir nemendur vinnuskólans.

Gert er ráð fyrir að hægt verði að starfa 6,5 klst. á dag. Fjöldi vikna fer eftir fjölda umsækjenda en þó aldrei meira en 10 vikur.  
Vinna myndi hefjast mánudaginn 8. júní. Laun verða greidd samkvæmt samkomulagi við Kjöl stéttarfélag.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á „Mín Dalvíkurbyggð“.
http://min.dalvikurbyggd.is/  (atvinnuumsókn, merkt: „nemendur Vinnuskóla“)

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní og verður umsóknum svarað í lok þeirrar viku. 
Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason (gislirunar@dalvikurbyggd.is / 863-4369).