Dalvíkurbyggð á Sjávarútvegssýningunni

Dalvíkurbyggð á Sjávarútvegssýningunni

Íslenska Sjávarútvegssýninginn 2014 stendur nú yfir í Smáranum í Kópavogi. Dalvíkurbyggð tekur þátt í sýningunni en þetta mun vera í þriðja sinn sem sveitarfélagið tekur þátt. Sýningin er haldin á þriggja ára fresti en þar kemur saman fjöldinn allur af fyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi. Sýningin er afar fjölbreytt en í ár er metfjöldi sýnenda á svæðinu.

Dalvíkurbyggð er að kynna hafnarstarfsemina sýna ásamt þeirri þjónustu sem er á hafnarsvæðinu á Dalvík, stærstu höfninni.