Dalvíkingar eignuðust íslandsmeistara í flokki 14 - 15 ára í golfi

Íslandsmót unglinga fór fram í Vestmannaeyjum 16. – 18. júlí og tóku átta keppendur frá Golfklúbbnum Hamri þátt í því, tveir strákar og sex stelpur. Í flokki fjórtán ára og yngri stúlkna átti GHD fjóra keppendur af tólf og varð Þórdís Rögnvaldsdóttir Íslandsmeistari, einnig kepptu í þeim flokki Birta Dís Jónsdóttir, Ásdís Dögg Guðmundsdóttir og Ólöf María Einarsdóttir. Í Flokki fjórtán ára og yngri stráka keppti Arnór Snær Guðmundsson, í flokki 15 - 16 ára keppti Jónína Björg Guðmundsdóttir og í flokki 17 – 18 ára kepptu þau Sigurður Ingvi Rögnvaldsson og Vaka Arnþórsdóttir.