Dalbæjarheimsókn

Dalbæjarheimsókn

 

Fimmtudagana 6. og 13. desember fóru báðar deildirnar og heimsóttu vistmenn á Dalbæ. Þar sungu krakkarnir vel valin jólalög við mjög góðar undirtektir vistamann og starfsfólks. Í eyrum vistanna hljómaði söngurinn eins og englakór enda gullfalleg börn í alla staði Þá fóru börnin á Mána með jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum sem þau höfðu æft grimmt og stóðu sig með mikilli prýði. Að söng loknum var börnunum boðið upp á djús og smákökur sem vakti mikla lukku að sjálfsögðu. Við þökkum vistmönnum og starfsfólki Dalbæjar kærlega fyrir okkur. Fleiri myndir af Dalbæjarheimsóknni má sjá á myndasíðunni okkar.