Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans verður haldinn í fyrsta sinn hátíðlegur þann 6. febrúar og er ætlunin að gera það ár hvert, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Félag leikskólakennara, menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli standa að því að gera leikskólum hátt undir höfði þennan dag. Markmiðið með þessum degi er að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvitaða um þýðingu leikskóla fyrir börn og skapa jákvæða ímynd leikskólakennslu. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir þjóðarauð og alla menningu. Vonin stendur til að gera þennan dag að merkisdegi í leikskóladagatalinu. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast með því að smella á auglýsingu til hægri.

6. febrúar lendir á Öskudegi í ár og er því mjög líklegt að mikið fjör verði á leikskólum Dalvíkurbyggðar þennan dag.

Krílakot mun verða með Öskudagsskemmtun frá klukkan 10:00 og eru foreldrar hvattir til að koma til barna sinna í búningum.

Á Leikbæ verður farið með rútu í fyrirtæki á Árskógsströnd og sungið. Foreldrar eru velkomnir í þessa ferð.