Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

 

 
 
Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar þann 16. nóvember ár hvert síðan 1996. Fæðingardagur Jónasar var valinn til þess að minnast framlags hans til íslenskunnar.
Haldið er upp á daginn með ýmsu móti í skólum víða um land og gjarnan er íslenski fáninn dreginn að húni.
Undanfarin vika hefur verið tileinkuð íslenskri tungu hér í Kátakoti. Börnin hafa verið hvött til að koma með bækur eftir íslenska höfunda að heiman og höfum við t.d. notað hópastarfið til að skoða bækurnar, ræða um íslenskt mál og fara með ljóð og þulur. Í dag hittumst við öll í Hreyfilaut þar sem hver hópur fór með sína sögu, ljóð, söng eða þulu sem búið var að æfa þessa viku.
 
 
 
Súpermann hópurinn söng lagið "Óskasteinar" og lék undir með hljóðfærum. Ljóðið er eftir Hildigunni Halldórsdóttur. Fjólubláu perlurnar fóru með kvæðið "Systir mín" eftir Jónas Hallgrímsson.
Skrímslin léku söguna um "Litlu gulu hænuna" Nashyrningar fóru með ljóðið "Barn" eftir Stein Steinar
Skjaldbökurnar fóru með þuluna "Klukkurím" Ljónin fóru með vísuna "Sól úti, sól inni"
Skellibjöllur sungu lagið "Það er leikur að læra" eftir Guðjón Guðjónsson