Dagur barnsins sunnudaginn 24. maí

Þann 24. maí næstkomandi verður Dagur barnsins haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð. Dagurinn var í fyrsta skipti haldinn hátíðlegur hér á landi á síðasta ári og var honum valinn síðasti sunnudagur í maí. Þar sem þann dag ber upp á Hvítasunnudag í ár var ákveðið að færa hann yfir á næstkomandi sunnudag svo að fleiri geti tekið þátt í honum.

Markmiðið með því að helga börnum sérstaklega einn dag á ári er að skapa tækifæri til að minna okkur landsmenn alla á þessa mikilvægu þegna landsins, koma málefnum barna á framfæri og leyfa röddum barna að hljóma.

Höldum dag barnsins hátíðlegan með „Gleði og samveru” sem er þema dagsins. Hittumst saman – börn og fullorðnir- á Böggvisstaðasandi, sunnudaginn 24. maí kl. 14:00 og förum í gönguferð, leiki og byggjum óteljandi sandkastala! Taka með sér skóflur og fötur!

Addi Sím stjórnar herlegheitunum.

Sjáumst!!!

Íþrótta - og æskulýðsfulltrúi