Dagskrá í Menningar- og listasmiðjunni næstu mánuði

Menningar og listasmiðjan á Húsabakka er opin öllum á þriðjudögum kl. 19:00 – 22:00 og fimmtudögum kl. 19:00 – 22:00. Ef hópar hafa áhuga á að nýta sér aðstöðuna utan opnunartímaer hægt að semja um það.

Dagskrá hjá Menningar og listasmiðjunni næstu mánuði.

Námskeið í tauþrykki og taulitun verður haldið 17. og 18. febrúar
kennari er Sveina Björk Jóhannesdóttir textílhönnuður.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 4661526 / 8684932 (Ingibjörg)
í síðasta lagi 11. febrúar.

Námskeið í vinnslu ýmissa muna úr hornum og beinum verður haldið helgina 20. og 21. febrúar, 8 tímar verð kr. 16.000
leiðbeinandi er Guðrún Steingrímsdóttir.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 4661526 / 8684932 (Ingibjörg)
í síðasta lagi 11. febrúar.

Pjónakaffi verður 2x í mánuði fram til vors
9. febrúar prjónakaffi þá kemur Kristrún frá Quiltbúðinni með kynningu á vörum úr verslunni og einnig verður hún með vörur til sölu.
25. febrúar pjónakaffi
9. mars pjónakaffi 25. mars prjónakaffi
8. apríl prjónakaffi 20. apríl prjónakaffi

Einnig er fyrirhugað námskeið í ræktun grænmetis
og sýnikennsla á rennibekkinn sem Menningar og listasmiðjan á.


Verið velkomin í Menningar og listasmiðjuna á Húsabakka.