Dagný Björk Sigurðardóttir fjallkona Dalvíkurbyggðar

Dagný Björk Sigurðardóttir fjallkona Dalvíkurbyggðar

Fjallkona Dalvíkurbyggðar á þjóðhátíðardaginn 17. júní var nýstúdentinn Dagný Björk Sigurðardóttir en hún er nýútskrifuð af íþrótta- og lýðheilsubraut frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Dagný Björk las ljóðið Björg gamla eftir langömmu sína Sigrúnu Guðmundsdóttur. 

Björg gamla

Hún Björg gamla varð aldrei bústin né rjóð,
hún barn hafði vaxið hjá öreigaþjóð,
sem hafði ei til hnífs eða skeiðar
en hún kvartaði aldrei um kjör eða mein
hennar kjörorð var ætíð, samviskan hrein
er til sængur við göngum.

Og heilræðin skulum við halda sem flest,
hann Hallgrímur Pétursson lýsti þeim best,
í lágu og ljóslitlu koti.
En nú gleyma margir í glymanda og söng,
þeim gjöfum sem yljuðu vetrarkvöld löng,
ljóðunum sem lifað hafa um aldir.

Og Björg gamla sagði með bros í lund,
bjartast er lífið um morgunstund,
er geislar um grundirnar líða,
þá morgundöggin svo mild og hrein,
minningar vanka, við erum ekki ein,
og gleðistundir best skulum gleyma.