Dagbjört Ásgeirsdóttir ráðin skólastjóri Krílakots

Dagbjört Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Krílakots.  Þrír sóttu um stöðuna sem auglýst var laus í byrjun ársins. Dagbjört útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands 1993 eftir nám í leikskólafræðum. Hún stundar nú meistaranám við Háskólann á Akureyri í  í uppeldis- og menntunarfræðum á sviði stjórnunar skólastofnana og lýkur meistarapróf nú í vor.. Dagbjört starfaði sem deildarstjóri á leikskólum í Noregi og Hafnarfirði frá 1996 - 2001 og frá þeim tíma starfaði hún sem aðstoðarleikskólastjóri í Hafnarfirði til 2005. Frá 2006 hefur Dagbjört starfað við leikskólann Leikbæ og Krílakot í Dalvíkurbyggð.