Comeniusarverkefnið

Comeniusarverkefnið

Nú á haustdögum hóf Dalvíkurskóli þátttöku í Comeniusarverkefni ásamt 7 öðrum skólum í 6 löndum, Írlandi, Finnlandi, Belgíu, Þýskalandi, Slóveníu og Ítalíu. Verkefnið kallast NIFE-Natural Ideas For Europe og er líkt og nafnið gefur til kynna umhverfisverkefni. Samstarfsskólarnir vinna allir sambærileg verkefni og áhersla er lögð á sérkenni og sérstöðu hvers lands t.d. veður og gróðurfarsskilyrði ásamt fleiri verkefnum.

Í þessari viku verður haldinn undirbúningsfundur á Írlandi fyrir vinnu vetrarins og eru Sigríður Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri, og Gísli Bjarnason, skólastjóri, fulltrúar skólans á fundinum. Þau munu kynna verkefni og kynningarefni sem nemendur 5. og 6. bekkjar hafa unnið á síðustu dögum. Merkið sem hér sést til hliðar er framlag skólans í samkeppni um merki verkefnisins.