Comeniusarferð til Ljublijana, Slóveníu

Comeniusarferð til Ljublijana, Slóveníu

Gréta, Katrín og Sigríður fóru í heimsókn til Ljublijana í Sloveníu í síðustu viku, í tengslum við Comeníusar-umhverfisverkefnið sem skólinn vinnur að í samstarfi við sjö aðra skóla í Evrópu. Þær skoðuðu fjölbreytt skólastarf, bæði leik- og grunnskóla og tóku þátt í fundum um umhverfisverkefnið. Umhverfismál og þá sérstaklega endurnýting og ræktun matjurta til eigin neyslu er einkenni skólanna sem skoðaðir voru. Skólarnir voru mjög vel búnir, fallega innréttaðir og tæknivæddir. Mikil áhersla er á listnám með áherslu á endurnýtingu og fjölbreytt verkefni nemenda prýddu skólana. Þá fengu þátttakendur einnig fræðslu um sögu, land og þjóð og fóru í skoðunarferðir til merka staða í nágrenni Ljublijana. Hér má sjá nokkrar myndir.

Verkefni nemenda framundan í sambandi við Comeníusarverkefnið er m.a. að vinna saman að umhverfissáttmála, setja niður kartöflur í vor og fylgjast með mismunandi sprettu- og uppskerutíma þeirra og bera saman eftir löndum. Settir verða niður túlípanar í haust og gerðar samanburðarrannsóknir á því hvenær þeir líta dagsins ljós í löndunum. Næsta vetur á einnig að vinna verkefni um íþróttir og árstíðir og bera saman milli landanna. Þá komum við heim með bangsa frá Belgíu sem mun fara heim með einhverjum nemendum og þeir skrifa um hvaða ævintýri bangsi lendir í á Íslandi. Seinni partinn í september munu þátttakendur frá hinum skólunum sjö koma í heimsókn til okkar, funda með okkur og kynna sér skólastarf og staðhætti í Dalvíkurbyggð. Þeir sem vilja kynna sér verkefnið frekar er bent á vef verkefnisins http://schule.explorarium.de/course/view.php?id=495