Comeniusarferð til Írlands

Comeniusarferð til Írlands

Gísli og Sigga eru nýkomin af Comeniusarfundi sem haldinn var á Írlandi. Á fundinum hittust allir leiðtogar verkefnisins frá skólunum átta sem taka þátt og skipulögðu vinnu vetrarins. Í för með Gísla og Siggu var tröllstrákurinn Ýmir sem útbúinn var með nesti, nýja skó og vegabréf og á hann eftir að ferðast til allra þátttökulanda á meðan verkefninu stendur. Nemendur í hverjum skóla taka á móti honum og halda dagbók yfir það sem hann tekur sér fyrir hendur. Þess má geta að nú er ítölsk hefðarmær í heimsókn hjá okkur og munu nemendur hjálpast að að sýna henni hvað Dalvíkurskóli og sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Hér má sjá nokkrar myndir.