Comenius - Túlipanar

Comenius - Túlipanar

Eitt af verkefnum okkar í Comenius var að setja niður túlípana frá Belgíu í haust og var þetta gert í öllum samstarfsskólunum. Við höfum verið að fylgjast með hvenær þeir blómstra á hverjum stað á samskiptavefnum okkar.  Krakkarnir í 6. bekk útbjuggu beð sunnan við skólann sem þau skreyttu með máluðum fjörsteinum. Nú eru túlípanarnir okkar farnir að blómstar sem er alveg frábært. Sumir nemendur hafa verið duglegir að nostra við beðin.