Byggðasafnið með sýningu á gömlum eldhúsáhöldum

Byggðasafnið með sýningu á gömlum eldhúsáhöldum

Nú er búið að taka niður jólasýningu Byggðasafnsins Hvols sem var í sýningarkassanum í Ráðhúsinu og ný sýning komin upp. Að þessu sinni sýnir Byggðasafnið gömul eldhúsáhöld en það er vel við hæfi á þorra. Þarna má m.a sjá skilvindu, strokka, skyrsíu, skyrgrind, smjör og brauðmót og margt fleira. Bókasafn Dalvíkur lánar líka gömul rit um mat sem höfð eru með í sýningunni.