Búkolla

Búkolla

Í dag settu kennararnir upp leikrit fyrir börnin. Það var hið gamla og sígilda ævintýri um strákinn og Búkollu sem varð fyrir valinu. Var þetta hluti af þemanu um gamla tímann sem við erum að fara að vinna með. Bæði börn og kennarar skemmtu sér konunglega eins og sjá má á myndunum.

Börnin bíða spennt eftir að leikritið byrji

   

Nú er Búkolla týnd og strákurinn er sendur af stað til að leita að henni. Hann er tilbúinn með nesti og nýja skó.

   

Muuuúúuúú......Taktu hár úr hala mínum og leggðu það á jörðina og úr því skal verða svo stórt bál að enginn komist yfir nema fuglinn fljúgandi.... Skessurnar náðu í naut föður þeirra og það pissaði vatninu sem það drakk áður á bálið...og slökkti það!!

Karlsson tekur hár úr hala Búkollu og lagði það á jörðina. Spratt þá upp gríðarstórt fjall sem enginn komst yfir nema fuglinn fljúgandi. Skessan reyndi að bora sig í gegnum fjallið en það tókst ekki betur en svo að hún festist og varð að steini þegar sólin fór að skína.