Brunavarnaáætlun Dalvíkurbyggðar 2016-2020

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt Brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði Slökkviliðs Dalvíkur. Í þessari samþykkt kemur fram hvernig Slökkvilið Dalvíkur er búið, hvaða þjónustustig það veitir og hvaða þjónustu það ætlar að veita og hvernig.


Brunavarnaáætlun þessi leggur grunn að gæðastjórnun og er jafnframt úttekt á starfsemi slökkviliðsins fyrir sveitarstjórn og Mannvirkjastofnun. Áætlunin mun auk þess auðvelda íbúum sveitarfélagsins að afla sér upplýsingar um veitta þjónustu, skipulag og getu slökkviliðsins og markmiðið með rekstri þess.


Brunavarnaáætlunin er unnin af slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar.

Brunavarnaáætlun Dalvíkurbyggðar 2016-2020