Brúðuleikhús á byggðasafninu.

Laugardaginn 26. júlí mætir brúðuleiklistarmaðurinn Bernd Ogrodnik aftur á byggðasafnið og í þetta sinn með sýninguna Pétur og úlfinn. Hann frumsýndi þessa sýningu haustið 2006 og setti hana svo upp í Þjóðleikhúsinu vorið 2007. Sýningin fékk frábæra aðsókn og toppdóma gagnrýnenda.