Breyttur útivistartími barna

 1. september tók gildi breyttur útivistartími barna og unglinga. Nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20 á kvöldin en 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og er meðal annars ætlað að tryggja nægan svefn.