Breyttur opnunartími íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar frá 1. júlí

Breyttur opnunartími íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar frá 1. júlí

Frá og með 1. Júlí opnunartími Íþróttamiðstöðvar breytast sem hér segir:

Mánudaga til fimmtudaga 06.15-20.00
Föstudagar kl.06.15-19.00
Laugardagar kl.09.00-17.00
Sunnudagar kl.11.00-17.15

Breytingarnar koma til vegna þess að aðsókn á sunnudagsmorgnum hefur verið afar dræm ásamt því að bregðast þarf við breytingum (styttingu) á vinnuviku starfsmanna. Laugin opnar því tveimur tímum seinna á sunnudagsmorgnum en er opin 15 mínútum lengur seinni part.

Önnur breyting sem ekki sést á opnunartíma er sú að lokað hefur verið fyrir þann möguleika að leigja út íþróttasalinn eftir kl.21.00 á fimmtudögum (sem áður var hægt) og er mannvirkið því alveg lokað frá klukkan 21.00 í stað 22.00 áður.