Breytingar hjá Strætó á Leið 78 milli Akureyrar og Siglufjarðar

Sú breyting hefur orðið á Leið 78, sem ekur á milli Akureyrar og Siglufjarðar, að nú fer bíllinn frá Akureyri kl. 16:30 en ekki 15:30 eins og áður var. Við þetta hliðrast síðari ferðir dagsins til um 20 mín. Eftir sem áður eru farnar þrjár ferðir yfir daginn.

Þessi breyting ætti því að henta betur fyrir þá fjölmörgu sem vilja nýta sér strætó vegna skóla og vinnu.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Strætó www.straeto.is

Leiðartafla fyrir Leið 78