Breytingar á tímasetningum fyrir klasafundi

Vinsamlegast athugið að dekurklasi, sem ætlaði að funda í dag, færist fram í byrjun apríl. Næsti klasi sem fundar er því ferðaþjónustuklasi sem fundar á miðvikudaginn næsta. Við vekjum líka athygli á fundi í landbúnaðarklasa sem var ekki inni í upphaflegu auglýsingunni. Búið er að halda fundi í sjávarútvegsklasa og orkuklasa.

Hey, ég er með frábæra hugmynd, eigum við að vinna saman?


Á síðasta fyrirtækjaþingi atvinnumála- og kynningarráðs, sem haldið var 5. nóvember 2015, var fjallað um samstarf og samvinnu fyrirtækja í Dalvíkurbyggð. Upp úr þeirri vinnu komu hugmyndir að samstarfsvettvangi/klösum fyrir ákveðin verkefni sem nú er markmiðið að vinna áfram með.
Atvinnumála- og kynningarráð vill því boða til fyrsta fundar í eftirfarandi verkefnum:

Ferðaþjónustuklasi
Fyrir hverja: Alla sem starfa í ferðaþjónustu eða hliðargreinum og aðra sem hafa áhuga á samstarfi í þessari atvinnugrein.
Fundartími: Miðvikudaginn 16 mars kl. 17:00

Dekurklasi
Fyrir hverja: Alla sem starfa við persónulega þjónustu í sveitarfélaginu s.s. hársnyrtingu, nudd, líkamsrækt, snyrtingu og svo framv. og aðra sem hafa áhuga á samstarfi/samvinnu í kringum slík verkefni.
Fundartími: Mánudaginn 4. apríl kl. 18:00

Landbúnaðar- og matvælaklasi
Fyrir hverja: Alla sem starfa í landbúnaði og matvælaiðnaði, eða hliðargreinum, og aðra sem hafa áhuga á samstarfi í þessum atvinnugreinum
Fundartími: Mánudaginn 21. mars kl. 13:00

Markmið fundanna er að hittast, ræða málin og skoða hvort að viðstaddir sjái einhvern flöt á frekari samvinnu/samstarfi eða öðru sem tengist verkefnunum.
Fundirnir verða allir haldnir á 3. hæð Ráðhússins.