Breytingar á bæjarskrifstofu

Undanfarið hafa staðið yfir miklar breytingar hér á bæjarskrifstofunni. Kaffiaðstaða starfsfólks er nú komin upp á 3. hæð og hefur rýminu á 2. hæð verið breytt í tvær skrifstofur. Opnað hefur verið á milli þannig að nú er einn gangur frá skrifstofu félagsmálastjóra yfir á skrifstofu bæjarstjóra en á móti var hurð yfir á gang þar sem skrifstofa Einingar-Iðju tekin og gatinu þar lokað alveg.

Afgreiðsla fyrir öll svið er því nú í gegnum þjónustuverið á 1. hæð Ráðhússins en hurðin á 2. hæð er læst á milli 10:00-15:00. Innangengt er úr þjónustuveri og upp á 2. hæð hússins.