Breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi Dalvíkurbyggðar

Óskað er eftir athugasemdi vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 í landi Klængshóls í Skíðadal og Gullbringu í Svarfaðardal og deiliskipulagslýsingu við Kirkjuveg, Dalbæ og Krílakot á Dalvík.


Athugasemdum við aðalskipulagslýsingar skal skila inn fyrir miðvikudaginn 27. nóvember 2013 og við deiliskipulagslýsingu eigi síðar en miðvikudaginn 11. desember 2013. Athugasemdir og/eða ábendingar skulu sendar á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, 620 Dalvík og/eða í tölvupósti á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is 

Lýsing fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
• Klængshóll, svæði fyrir verslun og þjónustu. Breytingin nær til lands sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
• Gullbringa, frístundabyggð í landi Tjarnar. Breytingin felur í sér nýtt svæði fyrir frístundahús við Gullbringu norðan Laugahlíðar á landi sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði.


Lýsing fyrirhugaðs deiliskipulags við Kirkjuveg, Dalbæ og Krílakot, Dalvík.
• Fyrirhugað deiliskipulag nær til íbúðarbyggðar við Kirkjuveg, Dalbæjar, Krílakots og nálægra íbúðarlóða sunnan Karlsrauðatorgs. Í deiliskipulaginu verða skilgreindir byggingarmöguleikar á svæðinu, bæði stækkun Krílakots og íbúðarbyggð í tengslum við dvalarheimilið Dalbæ.

Nánari lýsingar:

Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi. Gullbringa, frístundabyggð í landi Tjarnar

Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi, Klængshóll

Lýsing skipulagsverkefnis. Deiliskipulag við Kirkjuveg, Dalbæ og Krílakot.