Breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar og tillaga að deiliskipulagi á Klængshóli

Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 17. september 2013 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 samkvæmt 2. m.gr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að svæði fyrir verslun og þjónustu er skilgreint á Klængshóli í Skíðadal sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 13. ágúst 2013 í mkv. 1:50.000.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar.

Tillaga að deiliskipulagi Klængshóls í Skíðadal, Dalvíkurbyggð
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 17. september 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Klængshóls í Skíðadal, Dalvíkurbyggð skv. 1. m.gr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið nær til nánasta umhverfis núverandi bæjarhúsa og Bæjarár upp í 280 m.h.y.s. Deiliskipulagtillagan felur í sér skilgreiningu á framtíðaráformum og uppbyggingu á Klængshóli s.s. byggingu gistihúsa, þyrluskýlis og rennslisvirkjunar.


Tillagan mun liggja frammi frá 20. september 2013 í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Athugasemdafrestur er frá 20. september 2013 til 1. nóvember 2013.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs í Ráðhúsið á Dalvík eða á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is . Athugasemdir skulu hafa borist í síðasta lagi þann 1. nóvember 2013.

Börkur Þór Ottósson
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs

Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar

Tillaga að deiliskipulagi Klængshóls í Skíðadal