Breyting á hvatagreiðslum

Breyting á hvatagreiðslum

Sveitarstjórn hefur samþykkt að breyta reglum um hvatagreiðslur á þann veg að í stað upphæð á mánuði fyrir allt að þrjár greinar verði ein föst upphæð á ári. Sú upphæð verður kr. 30.000.- fyrir árið 2022.

Áfram verði miðað við skipulagt tómstundastarf undir handleiðslu hæfra starfsmanna. Áfram verði miðað við að styrkur gildi fram að áramótum árið sem viðkomandi verði 18 ára (sem sagt út árið sem viðkomandi er 17 ára). Einnig mun stkurinn gilda frá áramótum árið sem barn verður 4 ára. Nýjar reglur taka gildi frá 1. janúar 2023.

Þar sem við notum Sportabler kerfið í dag, þá verður eingöngu hægt að nýta styrkinn þar, en foreldrar/forráðamenn þurfa að ákveða og merkja við hvort nota skal styrkinn þegar skráning fer fram.

Reglurnar má finna hér: https://www.dalvikurbyggd.is/is/stjornsysla/fjarmal-og-rafraen-stjornsysla/reglugerdir-og-samthykktir

Frekari upplýsingar veitir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Gísli Rúnar Gylfason