Breyting á deiliskipulagi við Dalbæ og Karslrauðatorg
Niðurstaða sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 16.september sl. breytingu á deiliskipulagi fyrir Dalbæ og Karlsrauðatorg í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillaga að deiliskipulagi svæðisins var auglýst frá 21.júlí til 4.september sl. Sautján athugasemdir bárust og í ljósi þeirra samþykkti sveitarstjórn að gera eftirfarandi breytingar á tillögunni:
- Fallið er frá áformum um þriðju hæðina ofan á Dalbæ.
- Lóð Dalbæjar verður stækkuð úr 4.867 m2 í 8.000 m2 og fallið verður frá áformum um íbúðarlóð á milli Dalbæjar og leikskólalóðar.
- Ný lóð við Kirkjuveg 25-27 verður áfram á deiliskipulagi en lóðinni verður snúið í austur-vestur.
- Áfram verður gert ráð fyrir íbúðarbyggingu á lóð nr. 17 við Karlsrauðatorg, þar sem heimilt verður að reisa 4-6 íbúðir á einni til tveimur hæðum fyrir íbúa 60 ára og eldri. Leyfileg hámarkshæð hússins hefur verið lækkuð til að koma til móts við athugasemdir frá íbúum.
Endanlega deiliskipulagstillögu má sjá hér .
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta sent fyrirspurn á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is
Skipulagsfulltrúi