Breyting á dagskipulagi

Morgunmaturinn hefur verið frá 8 - 8:45 hingað til og börnin hafa farið í lautir til að leika sér í frjálsum leik þegar þau eru búin að borða.

Við höfum ákveðið að hafa morgunmatinn frá 8 - 8:30 og eftir hann fer fram sjónrænt val. Í valinu velja börnin að leika sér á ákveðnum svæðum (velja í lautir)eftir myndum, það eru fjöldatakmarkanir á hverju svæði fyrir sig. Mismunandi efniviður er í boði á  hverju svæði fyrir sig og er það í höndum barnanna að ákveða hvað skal leika með. Frjálsi leikurinn er frá 8:30 og þau fara svo að ganga frá rúmlega 9:30.

Hópastarf hefst á venjulegum tíma klukkan 10.