Brennuhald í Dalvíkurbyggð.
Nú fer að styttast í jól og áramót og því er ekki úr vegi að minna á okkar frábæru brennuhefðir í Dalvíkurbyggð, en einhver misskilningur hefur verið á ferð í sveitarfélaginu um brennumálin í ár, því viljum við endilega koma því á framfæri að brennuhefðir verða eins og þær hafa verið undanfarin ár og áratugi.

Á Dalvík fer fram brenna á Gamlársdag kl.17:00, austur á sandi, og að venju eru það meðlimir úr Björgunarsveitinni Dalvík sem halda utan um þá brennu eins og hefur verið undanfarna áratugi og gengið framúrskarandi vel.
Á Árskógsströnd fer fram brenna á Gamlárskvöld kl.20:00 á Brimnesborgum og er það ungmennafélagið Reynir Árskógsströnd sem sér um þá frábæru brennu.
Hin margrómaða þrettándabrenna Ungmennafélagsins Þorsteins Svarfaðar fer svo fram við Tungurétt í kringum þrettándann, en hvergi er betra að slútta jólunum en við Tungurétt í hjarta Svarfaðardals.
Af gefnu tilefni viljum við benda á að það má ekki byrja safna í brennu fyrr en nær dregur og því óheimilt að losa sorp í brennustæðið.