Borinn mættur í Dalvíkurbyggð

Borinn mættur í Dalvíkurbyggð

Í gær mætti "Borinn" í sveitarfélagið en stefnt er að því að bora allt að þrjár hitastigulsholur á þessu svæði (Hitastigulshola: Hitaleitarhola til mælinga á hitastigli).

Verktakinn er Vatnsborun ehf.
Ísor sér um verkefnastjórnun og úrvinnslu gagna.

Byrjað var á rannsóknarholum við Þverá í Skíðadal í dag.

Meðfylgjandi eru myndir frá rannsóknarsvæði, sem teknar voru í gær, fimmtudag. Teknar af Bjarna Dan, sviðsstjóra framkvæmdasviðs.