Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur

Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur

Það er heldur betur annasöm vika framundan hjá okkur. Í dag er bolludagurinn. Börnin fengu kjötbollur í hádeginu og svo var boðið upp á rjómabollur í síðdegishressingunni. Á morgun er sprengidagur og fá þá börnin saltkjöt og baunir eins og venja er á þeim degi. Á miðvikudaginn er svo komið að öskudeginum sem er án efa einn mest spennandi dagur ársins hjá börnunum. Þá mæta allir í búningum, farið verður í val strax eftir morgunmat en að því loknu verður "kötturinn sleginn úr tunnunni" sem er alltaf jafn spennandi athöfn. Eftir það verður haldið öskudagsball fram að hádegi. Eftir hádegi verður svo útivera samkvæmt venju.

Í lokin viljum við svo minna á starfsmannafundinn sem verður eftir hádegi á fimmtudaginn, 23. febrúar, leikskólinn mun því loka kl. 12:15 þann dag. Öll börn þurfa því að vera sótt fyrir þann tíma.