Bókakoffort á Krílakot

Bókakoffort á Krílakot

Á þriðjudag fór fulltrúi frá Bókasafni Dalvíkur í heimsókn á Krílakot með bókakoffort.  Í koffortinu eru bækur sem börnin geta fengið lánaðar heim eina og eina í einu.  Þetta verkefni er hugsað sem samvinnuverkefni Krílakots og Bókasafnsins.og mun koffortið verða á Krílakoti í tvo mánuði og flytjast þá á annan leikskóla. Vonust við til að þessi hugmynd bæti aðgengi barna á bókum og hvetji þau til lestrar í framtíðinni. Halla Steingrímsdóttir leikskólastjóri Krílakots veitti koffortinu viðtöku úr hendi Sigurlaugar Stefánsdóttur safnstjóra