Blakmót í Íþróttamiðstöðinni

Blakfélagið Rimar stendur fyrir dagsmóti í blaki laugardaginn 15. október í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.
Góð þátttaka er á mótinu en skráð eru 26 lið, þ.e. 21 kvennalið og 5 karlalið, sem koma að mestu frá Norður - og Austurlandi. Spilað verður í einni deild hjá körlum en þremur deildum hjá konum og verður spilað frá kl. 8-18.
Fyrirtæki í bænum hafa styrkt blakfélagið dyggilega með auglýsingum á vellina og bera þeir heiti fyrirtækjanna þeim til heiðurs; Samkaup-Úrval, Promens og Dalpay. Þökkum við kærlega fyrir þann stuðning!

Þetta er í annað skiptið sem blakfélagið Rimar stendur fyrir dagsmóti í blaki frá því Íþróttamiðstöðin var formlega vígð. Blakfélagið Rimar mun þó ekki slá slöku við heldur ætla félagar, í samvinnu við Siglfirðinga, að halda Öldungamót í blaki hér á Tröllaskaga næsta vor en þá má búast við yfir þúsund manns í blakhugleiðingum hingað í byggðarkjarnana þrjá (Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð).

Við hvetjum bæjarbúa til að kíkja í Íþróttamiðstöðina á laugardaginn og sjá hvernig svona blakmót fer fram.

Nánari upplýsingar um mótið sjálft má svo finna á síðunni:
http://blak.is/load_game.asp?mot=197%2DOkt%F3berm%F3t+Rima+2011

kv. Blakfélagið Rimar