Björn Björnsson ráðinn til starfa hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar

Björn Björnsson ráðinn til starfa hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar

Þann 19. apríl síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um auglýst starf hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Alls bárust þrjár umsóknir um starfið. 

Af umsækjendum var Björn Björnsson húsasmíðameistari ráðinn til starfsins og mun hann taka til starfa í sumar.