Björgvin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

Björgvin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

Björgvin Björgvinsson skíðamaður var í dag kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 11. árið í röð! Þórdís Rögnvaldsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri varð önnur í kjörinu og Anna Kristín Friðriksdóttir úr Hestamannafélaginu Hring varð í þriðja sæti. Valur Traustason er blakmaður Dalvíkurbyggðar,  Hermann Albertsson er knattspyrnumaður Dalvíkurbyggðar, Eva Hrönn Arnardóttir er sundmaður Dalvíkurbyggðar og Stefanía Aradóttir er frjálsíþróttamaður Dalvíkurbyggðar.