Björgvin í 6. sæti

Björgvin Björgvinsson frá Dalvík endaði í 6. sæti í gær á svigmóti sem fram fór í Davos í Sviss. Björgvin var 9 eftir fyrri ferð. Aðstæður til keppni voru erfiðar sökum mikillar snjókomu undanfarna daga, en mjög mjúkt færi var í brautinni og grófst hún illa. Það voru aðeins 30 keppendur sem kláruðu báðar ferðir en 140 keppendur hófu keppni. 

Árni Þorvaldsson ,Gísli Guðmundsson Stefán Jón Sigurgeirsson og Sigurgeir Halldórsson kláruðu ekki fyrri ferð.

Landsliðið keppir í Davos fram á fimmtudag í risasvigi og tvíkeppni. Strákarnir koma til Íslands á föstudag og keppa um helgina á alþjóðlegu fismót á Akureyri.

Frétt fengin af www.dagur.net