Björgvin Björgvinsson sigrar keppni um Álfubikarinn

Björgvin Björgvinsson sigrar keppni um Álfubikarinn

Skíðakappinn, Björgvin Björgvinsson frá Dalvík tryggði sér sigur í samanlagðri keppni um Álfubikarinn. Björgvin hafnaði í fjórða sæti í svigi á móti um helgina sem var síðasta grein Álfubikarsins.

Í samanlagðri keppni í svigi endaði Björgvin í 5. sæti , hann endaði í 2. sæti samanlagt í stórsvigi, hann varð annar í risasvigi og vann samanlagt í tvíkeppni. Stefán Jón Sigurgeirsson hafnaði í 16.sæti í samanlagðri keppni, Árni Þorvaldsson í 20. og Gísli Rafn Guðmundsson í því 27.

Frétt af www.ruv.is