Björgvin Björgvinsson í fimmta sæti

Björgvin Björgvinsson varð í fimmta sæti í alpatvíkeppni á meistaramóti Slóveníu á skíðum í gær og fékk 36,49 FIS-punkta. Hann náði fjórða besta tíma keppenda í svigi en brunið dró hann niður um eitt sæti. Stefán Jón Sigurgeirsson hafnaði í 34. sæti og var nokkuð frá sínu besta.

Árna Þorvaldssyni og Sigurgeiri Halldórssyni hlekktist á í svigi og voru þar með úr leik.

Meistari varð Mitja Dragsic. Hann fékk var nærri sekúndu á undan Björgvin.

Frétt tekin af www.dagur.net