Björgunarsveitin á Dalvík tekur þátt í leit að rjúpnaskyttunni

Í gærkveldi fór sex manna leitarhópur frá Björgunarsveitinni á Dalvík áleiðis suður til að taka þátt í leitinni að rjúpnaskyttunnni á Skáldabúðarheiði. Hópurinn mun taka þátt í leitinni sem hófst í morgun. Aðgerðin er nú orðin gríðarstór en talið er að um 150 björgunarsveitarmenn séu að störfum í dag.

Á vef Morgunblaðsins www.mbl.is kemur fram að gert sé ráð fyrir að leitarmenn verði komnir á leitarsvæðið í birtingu en mannsins hefur verið leitað síðan á laugardaginn var. Veðurspá fyrir daginn er góð, hægviðri og frost.