Björgúlfur EA 312 kominn til heimahafnar á Dalvík

Björgúlfur EA 312 kominn til heimahafnar á Dalvík

Rigningunni stytti upp og sólin reyndi að brjóta sér leið í gegnum skýin þegar Björgúlfur EA 312, nýr ísfisktogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær. Nýja skipið leysir af hólmi 40 ára gamlan skuttogara með sama nafni. Nýja skipið er smíðað í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi, er 62 metra langt og 13,5 metra breitt. Áætlað er að það verði tilbúið til veiða eftir 2-3 mánuði.

Fjöldi manns tók á móti skipinu í Dalvíkurhöfn en eftir að það lagðist að bryggju fengu gestir að skoða skipið að innan og nýttu fjölmargir sér þar tækifæri.