BERGMÁL - Tónlistarhátíð í Bergi 2. - 5. ágúst

BERGMÁL - Tónlistarhátíð í Bergi 2. - 5. ágúst

Tónlistarhátíðin BERGMÁL á Dalvík er nú haldin í fyrsta sinn dagana 2. - 5. ágúst 2010. Í forsvari fyrir hátíðina eru Kristján Karl Bragason píanóleikari og Dalvíkingur, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Grímur Helgason klarinettuleikari. Aðrir tónlistarmenn sem koma fram eru Björk Níelsdóttir sópran, Hugi Jónsson barýtón, Gróa Margrét Valdimarsdóttir fiðluleikari, Júlía Mogensen sellóleikari og Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari. Auk þeirra verða sérstakir gestir á lokatónleikum hátíðarinnar, stórtenórarnir Bragi Bergþórsson og Eyjólfur Eyjólfsson.

Hátíðin samanstendur af fimm tónleikum með fjölbreyttri og veglegri dagskrá kammertónlistar og sönglaga. Frá setningartónleikum hátíðarinnar á frídegi verslunarmanna er haldið í fjögurra daga ferðalag um töfraheim tónlistarinnar og hitt fyrir nokkrar fegurstu perlur tónbókmenntanna.

Það er sannarlega einstakt tækifæri fyrir okkur tónlistarfólkið að fá að móta og þróa tónlistarhátíð í samvinnu við nýtt og glæsilegt menningarhús Dalvíkinga, Berg. Við vonumst til að Dalvíkingar og gestir taki frumkvæði okkar vel og fjölmenni og njóti með okkur hágæða tónlistar í flutningi nokkurra færustu tónlistarmanna landsins.

Tónlistarhátíðin fer fram í menningarhúsinu Bergi að undanskildum tónleikum á þriðjudagskvöldi 3. ágúst, en þeir fara fram í Dalvíkurkirkju.

Samstarfsaðilar að Tónlistarhátíðinni eru Tónlistarfélag Dalvíkur og Menningarfélagið Berg ses.


Dagskrá BERGMÁLS:

2. ágúst, mánudagur        kl. 13:30  Tónleikar í menningarhúsinu Bergi. Setning hátíðar.

Efnisskrá

 

2. ágúst, mánudagur        kl. 20:00  Tónleikar í menningarhúsinu Bergi. Raddir sumarsins.
Efnisskrá

 

3. ágúst, þriðjudagur       kl. 20:00 Tónleikar í Dalvíkurkirkju. Úr hjarta Evrópu.  
Efnisskrá   

 

4. ágúst, miðvikudagur     kl. 15:00 Tónleikar í menningarhúsinu Bergi. Síðdegi skógarpúkans.
Efnisskrá

<p sty